Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Maríublóm | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Maríublóm

Fyrsta ljóðlína:Heyr mig Jesús, hjálparinn mætr
bls.173–181
Bragarháttur:Máríublómsháttur
Viðm.ártal:≈ 1500–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

A = AM 622 4to, s. 179–180. Hér eru aðeins varðveitt 10 fyrstu erindi og upphaf þess ellefta og styðst Jón Helgason við það í fyrstu erindunum í Íslenzkum miðaldakvæðum.
B = Adv.MS. 21. 8. 10 (National Library of Scotland, Edinburgh) er skrifað 1712 af Ólafi Gunnlaugssyni í Svefneyjum. Kvæðið er á bls. 327r–332v og er þar nefnt „Mariu blöm“.
C = AM 714 4to, bl. 19r varðveitir aðeins lok kvæðisins frá 3. línu 42. erindis. 
    Afskrift Árna Magnússonar af kvæðinu í AM 622   MEIRA ↲
1.
Heyr mig, Jesús, hjálparinn mætr,
hjartans gleði og yndi:
Drjúgum framda eg daga sem nætr
dáliga alls kyns syndir.
Mætteg fá á meinum bætr
ef miskunn þína fyndi.
Biðja vil eg þig sæll og sætr
að sálu minni gef þú gætr
svo hún gleðinni aldri týndi.
2.
Aldri syngst né segjast má
sætara orð í munni,
flýtur um brjóstið fagnaður sá
fram af hjartans grunni.
Jesús nafn vil eg ýtum tjá
af innstum visku brunni
vilji hann mér þá visku ljá
og viljann góðan eftir á
að virðar skilja kunni.
3.
Jesús nafn er í nauðum best
að nefna sér til gæða,
vill hann helst, en megnar mest,
meinin öll kann græða,
lætur hann aldri á lækning frest
að linist vor gjörvöll mæða,
fáum vér öngvan frægri gest,
firðum gefur hann *an[d]ligt nest
og synda jökul að bræða.
4.
Sæll Bernardus sannliga tér
af sjálfum visku brunni
að engi fögnuður fegri er
svo firðar reikna kunni
en hugsa hans nafn í hjarta sér
og hafa með sæmd í munni.
Siðanna form og sætleigs ker
sannliga af öllum gæðum ber
sem gull af skógar runni.
5.
Í hjartans leynum heldur má
hugsa um Jesús prýði
en líkams augum líta á
hvað lausnarans valdi hlýðir.
Enginn heyrði og enginn sá
og engin tunga þýðir
hversu hans mildi er mikil og há,
manninn vill hann til sín fá
og miskunn sinni skrýðir.
6.
Heyr mig, Jesús, hjartans frygð,
hjálptu máli mínu.
Eg er nú kominn á yðra dyggð,
einskis von nema pínu
fyrir þá sérliga stóru styggð
eg stóð mót vilja þínum.
Veit eg ei neinn í veraldar hryggð
vesligri mann um heimsins byggð
svo vafinn í synda línu.
7.
Meyjar sonurinn, minnstu vór,
minn hinn ljúfi herra!
Mildiverkin mikil og stór
mun þig aldri þverra.
Svo er þinn viljinn sætur og stór
að syndir máttu af þerra.
Sannliga máttu þann *samna kór
að Satans verði parturinn mjór
og sé hans þá málið verra.
8.
Minn góði Jesús, geym þú að
þú gaft fyrir mig þinn dreyra.
Skylt er oss að skilja það
að skaparinn vill oss heyra.
Heyr þú nú til hvers eg bað
og hneig þitt signaða eyra.
Láttu oss verða leysta í stað
svo lútum vér aldri í kvalanna bað
þar Kollus vill oss inn keyra.
9.
Hinn góði Jesús, gef þú mér
gæfu þá eg mætta
af öllu hjarta unna þér
eftir því sem eg ætta.
Hætt eg þá hvað hamingjan lér
og hræðunst ekki vætta.
Settu fyrir mig sjónar gler
og sjá eg í því hvað mér ber
að syndir fá eg bættar.
10.
Oft hef eg lagt þitt ljúfa nafn
við lygar og hvern hégóma.
Því er mér engi að illsku jafn,
allt lét eg mér sóma.
Má eg því kallast tál og tafn
sem teyging rangra dóma.
Batt eg mér ofurligt synda safn,
svartur og fúll sem hræ eður hrafn,
eg hafnaði björtum blóma.
11.
Þú ert minn Guð og gleðinnar vón,
göfuglig hjálpar *brynja, [Hér lýkur A og B byrjar]
gæsku brunnur og glæpa tjón
gef þú oss rétt að skynja.
Hefur þú hinn mildi meyjar son
og *meistarinn góðra kynja
*látið mig fá mína ljúfa bón,
leystu af mér synda gróm
þá djöflar að mér dynja.
12.
Í nafni Jesú hvört eitt hné
á himni líka og á jörðu,
hneigist og í Helvíte
fyrir herrans veldi hörðu.
Hvör sem ein tunga heyrir og sér
að heilsu ráði gjörðu
játi hans nafn fyrir utan ef;
þeir hengdu hann uppá helgast tréð
sem honum ei dauðann spörðu.
13.
Í Nasaret var hans nafnið dýrst
nefnt og kunngjört síðan,
af englum drottins fundið fyrst
með fagnaðar kveðju blíða.
Frú Máría fékk þá list
að forðast allan kvíða.
Af Gabríel engli kvödd og kysst,
kom þá Guð fyrir hennar bryst
og ást sú er ei má líða.
14.
Var hún þá skær sem skuggsjá hrein
og skipuð með alls kyns dyggðum,
hér með fannst ei harmur né kvein
í hennar líkamans byggðum.
Út af hennar augum skein
eilíft ljós með frygðum
þar hún huldi þann gimstein
sem þegnum bætir alls kyns mein
og eyðir öllum hryggðum.
15.
Hvað girnu[m]st vér hærra en slíkt
að heyra í vorum hjörtum.
Jesú nafn er valið og vígt
af vænum guðdóms pörtum.
Hans sæta nafn er sólu líkt
með sínum geislum björtum.
Herrans gengur heiður ríkt,
hans er nafnið ógurligt
og hræðilegt djöflum svörtum.
16.
Jesú nafn ber hávan hljóm,
heiður og lof án enda.
Þú ert Máríu blessað blóm
og brunnur miskunnsemda.
Mýktu þinn hinn mikla dóm
so megum til þín venda.
Verndin þín mun ei vera tóm,
víslega fyrir þinn sæta róm
láttu oss lukku henda.
17.
Heyr þú, hin sæta hugarins ást,
heitari engin fyndi
í hjartans borgum huggan fást
sem hvörs manns brjóst og yndi.
Að Jesú nafni allir dást
og unna með hreinu lyndi.
Engin gleði má æðri fást
en elska þann, sem aldri brást
og afmáir allar syndir.
18.
Jesús, blóminn elskuligr,
einvalds kóngurinn sterki,
með valdi þínu vannstu sigr
á vondum flærðar serki.
Fjandinn varð að flýja digr
fyrir þitt píslar merki.
Kom hann þá dauður í kvalanna vigr,
kaldur og frosinn háðugligr
af sjálfs síns vonsku *verki.
19.
Jesús Kristur sagði þá:
„Ef seggir feður minn biðja,
í mínu nafni munu þeir fá
ef mæt er þeirra iðja
og mína pínu minnast á,
að máli skal eg þá styðja,
og síðan hverfa syndum frá,
sannlega skal eg þeim hvílast hjá
og hjálp þurfa ekki að kvíða.
20.
Góðgjarnasti Guðs sonur bað
og gjörði þann veg breyta.
Jesús er það sæta sáð
sem syndugir menn *af-neita.
Jesús sýndi oss dyggð og dáð
og dvaldi ei lausn að veita.
Lýða þörf er löng og bráð,
lítilátir munu öðlast náð
ef eftir vilja leita.
21.
Bið eg þig, Jesús sæll og sætr,
fyrir sjálfs þíns blóð og dreyra,
hörmung vora heyr þú mætr
og hneig þitt blessað eyra.
Á háalltarið hendur og fætr
harðlega léstu keyra.
Að heilsu vorri gef þú gætr
og geym oss jafnan daga sem nætr
so girnunst vér gott að heyra.
22.
Forsómaðu ei, faðirinn góðr,
frelsi aumra manna.
Þú ert féhirsla, fegursti sjóðr
sem *fræði heilög sanna,
lækningar reyr ljós og rjóðr,
leynileg sár að kanna;
að því er eg orðin sannfróðr
að sáluhjálp verður aldri móðr.
Mega það allir sanna.
23.
Þú ert blómgandi blómarós
sem blóðrautt gullið skæra.
Jesús er sú liljan ljós
sem lýði kann að næra.
Í hræring vatns og háska sjós
höldar til þín kæra.
Minnka láttu veraldar vos,
hið verðuglegasta hjálpar hnoss
og hafnar mark frábæra.
24.
Hinn góði Jesú, gef þú mér
gæsku þinnar að njóta;
öngva nytsemd í því sér
að eg skuli píslir hljóta.
Öngvir dauðir unna þér
eftir lífið ljóta
ef stíga þeir niður í kvalanna ker
þá kunna þeir ekki að þakka þér
né þitt lof upp að brjóta.
25.
Hinn góði Jesús, glata mér ei
með glæpabyrði minni,
segðu ekki sjálfur nei
við sárlegri skepnu þinni.
Rek þú frá mér vélar og vei
so miskunn þína eg finni.
Biðja vil eg son Máríu mey,
mætan, þess nú fyrr en eg dey
að mínum sorgum linni.
26.
Heyr mig, Jesús hjartanlegr,
heimsins sæmd og æra.
Heita máttu heilsu vegr,
hjálparbrautin skæra.
Manninn trú eg þú missir tregr
ef máttu hann til þín færa,
lýðum öllum lukku gefr
og lítiláta hátt upp hefr
með heilsu mjúka og kæra.
27.
Þó megi eg ekki maklegan róm
mæla af tungu minni
girndin mín er geysi tóm
nema gæsku þína eg finni,
vil eg þó ekki *fræða frón
fela í brjósti inni.
Jesú nafn ber hærra hljóm
en hugurinn megi leggja á dóm
með veikri visku sinni.
28.
Aldri dofnar ástin sú
er af Jesú nafni kveikist.
Af þeim sætleik seðjast nú
sjúkir menn og veikir.
Staðfastlega í sterkri trú
standi lærðir og leikir
so kenni þeir *hvörgi kulda nú,
kvalanna fá þeir öngva brú
sem djöfla brennir og steikir.
29.
Ekkert nafn er annað slíkt
undir himninum fundið,
lífsins brunnur og ljós eilíft
sem lýsir allar stundir,
yndi gleðinnar elskuligt,
árla á honum bundið.
Máríu nafn er mjög því líkt
af mildi þinni valið og vígt
með virt á margar lundir.
30.
Kannast allir kristnir menn
við kærleiks blómann þennan.
Mildi þín og miskunn renn
mjög yfir heiminn þrenna.
Synda ryð af sálum brenn
ef sætleik nafns þíns kenna.
Bið eg þig, Jesús, þú bjargir kenn,
boðorða veginn réttan enn
og lát oss ekki brenna.
31.
Sú var ástin einkanlig
er Jesús þoldi dauða,
binda lét og berja sig
blessuð rósin rauða.
Harðan gekk hann harma stig
til hjálpar sinna sauða.
Á vélum fjandans vann hann sigr
og verndaði lýð sinn dásamligr,
jafnt ríka sem snauða.
32.
Heyr þú, hinn mildi meyjar son,
mun eg enn á þig kalla,
hinn girnilegasti gleðinnar tón,
gimsteinn himna palla.
Sárlegt er það sálar tjón
í synda dýkið að falla.
Fyrir mildi þína og mjúka bón
munum vér eiga hjálpar vón
þú mátt frelsa oss alla.
33.
Heyr þú logandi ástar eldr,
hinn æskilegasti vermir,
sá mun enginn af sóttum hrelldr
sem sækir þitt beskermi.
Þín elskuleg ástin veldr
að eg frá þessu hermi;
friðaðar sálir föðurnum geldr
fjandinn þær ekki héðan af heldr
í sínu heljar vermi.
34.
Þú ert það vænsta *vínviðar blóm
sem *vaxið hefur án sæðis,
fjalldalslilja fögur og fróm,
full með alls kyns gæði,
víntré sætt *með epli og blóm
sem hinn vísi Salomon ræðir.
Gæskan þín ber hærra hljóm
en *hæfi nokkrum veraldar róm
að hreyfa um þig kvæði.
35.
Gjörvöll hefur þú grasa og trjá
gæði og alls kyns dyggðir,
móðir sællra, Máríá,
*minnkar flestar hryggðir!
Öngvan máttu auman sjá
um allar heimsins byggðir.
Hrapar sá enginn í heljargjá
sem hefur þú nokkurn velskap á
og eru það öngvar lygðir.
36.
Þessi lifandi lífsins viðr
lífgar allar þjóðir.
Herrann sté af himnum niðr
og hellti út sínu blóði.
Mildur var sá meyjar kviðr
er með gekk slíku jóði.
Hingað kom hinn fegursti friðr
með fagnaðar boð hinn hæsti siðr
á harðar heimsins slóðir.
37.
Líkja má við lífstré sætt
ljúfri Jesú móðir,
leið af *henni það lífið mætt
sem lífgar allar þjóðir.
Lífið sjálft fær löstu bætt
þó lýðir sé ei góðir.
Lífið hefur hún lifandi fætt
*og líf mannanna með þessu grætt
sem lýsa meistarar fróðir.
38.
Öll sú dýrð og epla val
sem allann heiminn skrýðir,
ilmur, fé, grund sem túna tal
temprar allt og prýðir,
heilnæmt engi í hvörjum dal
hávir skógar þýðir
miklu er til þess meira skjal
hvað manninum Guð á hendur fal
því skepnan öll honum hlýðir.
39.
Sú var þó meiri mildi og náð,
hann manninn leysti úr pínu,
af vendi lífsins vóx það sáð
með veglegu blómi sínu
að fylla það sæta föðursins ráð
með fegurstri hjálpar línu.
Mannsins þörf var mikil og bráð,
meyjan fæddi á heimsins láð
með engla lofinu fínu.
40.
Jesús meyjar og móður son
Máríu blómstur og æra,
Jesús er sú vernd og von
er vill oss gjarnan næra.
Jesús er það fræða form
sem fákunnuga má læra.
Jesús gefi oss göfuglegt tóm
glæpi að bæta en forðast dóm
so miskunn fáum vér skæra.
41.
Jesús er sterkast ástarband
allra góðra manna.
Heldur má telja sjávarsand
en sannleik þinn að kanna,
þú ert það mjúka milskubland
er minnkar ánauð sanna.
Hungrar til þín hugarins land,
hefur sá hvörki mein né grand
er hlýtur slíkan granna.
42.
Þó undirdjúpin og vötnin væn
væri blek að sönnu,
skógar og tré sem grösin græn
gjörðust öll að pennum
og so margur meistari kænn
sem mætar stjörnur á himnum
mætti þó aldri hið minnsta lén
af mildi þinni skrifast í gjen
á öldrum heimsins þrennum.
43.
Þú ert það lamb sem ljúflega dó,
lífið galst fyrir dauða.
Dauðinn sté yfir dauðann þó
að dundi blóðið rauða.
Á krossinum heilagt lífið lá
og lífgaði sæla og snauða.
Mildin þín er mikil og há,
máttu oss hjálpræði fá
þá mest horfir til nauða.
44.
Á víntré þessu voru flest
vínber full af blóði.
Jesús trað þrúguna allra mest
einn með sárum móði .
Hann skenkti oss vín og vatnið best
sem víða af hönum flóði,
öll voru laufin lamin og lest,
lak þá mergur úr hvörjum brest,
sá er leysti allar þjóðir.
45.
Ave Jesú, englabrauð
sem allan heiminn fæðir,
mannsins sál er mjög so dauð
ef hún missir þvílík gæði.
Kóngur dýrðar, Kristur, bauð
að kasta allri mæði.
Reiknast máttu rósin rauð,
rann þitt blóð sem dreyri af sauð,
það allar sóttir græðir.
46.
Sætleika víntrés sannlega má
sælu Máríá kalla;
leið af henni læknarinn sá
sem lífgaði heiminn allan.
Jesús Kristur með lífstré lá
og lét það aldri falla.
Allir munu þeir fögnuð fá
sem fastlega treysta Jesúm á
og koma til himna halla.
47.
Vegsemd Máríu varð ei tóm
sem votta letur guðsspjalla;
af Jesúm fékk hún fögur og fróm
frægð og gæsku alla.
Mærðina þessa Máríublóm
menn skulu jafnan kalla.
Legg eg uppá lausnarans róm
líknarmál og mjúkan dóm
og mun so fræðið falla.


Lesbrigði:
1.9 Skrifað er ;svo; í A (AM 622 4to) en ;so; í B og er mismunandi ritháttum gerða haldið hér.
3.8 an[d]ligt] < andligt B.
4.3 fögnuður] < fognodur A (AM 622 4to)
4.7 sætleigs] sætleikz B.
7.7 samna] Kvs; sama A; safna B.
11.2 Hér lýkur A (AM 622 4to) í miðju orði og er kvæðið skrifað eftir B (Adv.MS. 21. 8. 10) hér eftir.
11.6 meistarinn] Kvs < meistarann B.
11.7 lätið] Kvs < lät B.
17.5 dást] < dädst B.
18.9 verki] Kvs < erki B.
20.4 af-neita] Ef til vill ætti að rita ;af neyta; og bæri þá að skilja svo að syndugir menn neyttu af hinu ;sæta sáði Jesú; til að verða hólpnir.
22.4 frædi] Kvs < færdi B.
27.5 fræða frón] Kvs stingur upp á: fræðin fróm.
28.7 hvörgi] < hvorgi B.
34.1 vínviðar] < unadar B (leiðrétt vegna stuðlasetningar).
34.2 vaxið] < uæxid B.
34.5 með] Kvs < sem B.
34.8 hæfi] Kvs < hæfer B.
35.4 minnkar] Kvs < minnka B.
37.3 henni] < hen (með yfirstrikuðu n-i) B.
37.8 og lijf] Kvs < -lijf B.