| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Úr Tungum marga tinda sjá

Heimild:Handrit IHJ

Skýringar

Sveinn bóndi í Tungu stóð fyrir messugerð í Bræðratungukirkju - einhverjum árum fyrir aldamót - og fékk til prest, sr. Hjálmar Jónsson, upprunninn í Tunguhverfinu og IHJ, organista af húnvetnskum slóðum, sem var þá organisti Hrunamanna. Eftir messuna duttu kirkjugestir í sögur og varð hæggengt til veisluborðs í stofu, sem frúin Sveins, Sigríður Stefánsdóttir frá Skipholti, hafði útbúið kirkjugestum. En þangað inn settust fyrst Þórdís í Króki og organistinn, Ingi Heiðmar á Flúðum, tóku tal og Dísa fór að kvarta við hann um hagyrðingana þar í grenndinni sem ekki hirtu um að yrkja um heimafjöll sín - eins og t.d. Hrútfellið þetta glæsilega fjall upp á Kili. Nokkrum dögum síðar sendi organistinn henni vísuna - í pósti:
Úr Tungum marga tinda sjá
tignarfrúr og smalar
og Hrútfellið með hrím og snjá
hæst á stafni Kjalar.


Jón í Gýgjarhólskoti kvað - fyrir sömu Dísu:
Hrútfellið með hrjúfa kinn
hefðarsvip og ljóma
eins og Þórdís aldur sinn
axlar það með sóma.