| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19
Keypti ég fyrir krónur tvær
kulda og slagvatnsfýlu.
Frekt er logið. Fyrir þær
fórstu á tólftu mílu.


Athugagreinar

Margir muna eftir Akraborginni sem lengi hélt uppi ferðum milli Akraness og Reykjavíkur. Fyrst man ég eftir Laxfossi gamla en á milli Laxfoss og Akraborgarinnar fyrri var Fagranesið í förum. Þar var Sigríkur Sigríksson stýrimaður og eitt sinn er hann kom að taka farseðla hafði Sigurdór Sigurðsson skrifað á sinn:
Keypti ég fyrir krónur tvær
kulda og slagvatns-fýlu.
Sigríkur leit á miðann og segir nánast viðstöðulaust:
Frekt er logið. Fyrir þær
fórstu á tólftu mílu.
Úr bréfi dags. 15. febr. 2021 frá Dagbjarti Dagbjartssyni.