| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Hér mun Friðrik sjálfsagt yrkja óð

Heimild:Handrit IHJ
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Friðrik Ingólfsson var góður smiður þó dagana notaði hann til garðyrkjunnar sem var lifibrauð hans. Á efri árum smíðaði hann stofuklukkur og fleiri góða gripi úr tré, en í vetrarbyrjun 1978 fór hann í það að brjóta veggi og gera þeim hjónum nýja stofu. Hagorðir heimilisvinir gátu ekki látið kyrrt liggja og ortu um Stofuvísur.
Hér mun Friðrik sjálfsagt yrkja óð
á þau síst ég vildi leggja dóminn:
Í stofunni er stuðlamyndun góð
þar stakan hetur fundið rétta hljóminn. JG 8/12 ´78

Ný er stofan, gamall grunnur
gleðst nú Sigga af verkum þeim
ljóma augun, lokast munnur
líður svo í draumaheim. IHJ 11/12 ´78

Jafnvel húsin hafa sál
hópinn ljóða kynni.
Stofu minnar stuðlamál
stýrir velgengninni. FI 12/12 ´78

Ekki kann ég á því skil
alltaf veggjum fækkar:
Laugarhvamms í ljósi og yl
löngum Sigga stækkar. Kristján Jóhannesson 12/12 ´78

Ný er stofa á gömlum grunni
grunni sem að Friðrik unni
en minna Sigga meta kunni
meira rými vildi fá:
Harðir veggir hrundu þá.
Halelújá.