| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Yfir mænir mannhringinn

Bls.I 17


Tildrög

Hulda segir svo frá: Kona sú réðst til vistar á Heiði er Ásdís hét. Var hún þar lengi í húsmennsku og hélt til á upphækkuðum þverpalli í baðstofuenda. Ásdís þessi var víst allvel viti borin og heldur sjáleg, en fátt var merkt um hana annað. Hún drakk brennivín og reykti tóbak, en hvort tveggja þótti á þeim tímum illa sæma konum. Gísli Benediktsson sem síðar bjó á Hróarsstöðum var gleðimaður og hagorður og var nokkur ár á Heiði þegar hann var á æskualdri. Einhverju sinni er setið var að snæðingi í baðstofunni á Heiði leit Gísli upp á pallinn þar sem Ásdís sat og mælti:
Yfir mænir mannhringinn
mikið væna drottningin.
Magnús bóndi greip hendingarnar á lofti og bætti þegar við:
Mjög er kæn og margbreytin
mælir í spæni góðverkin.
Yfir mænir mannhringinn
mikið væna drottningin.
Mjög er kæn og margskiptin
mælir í spæni góðverkin.