| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Kemur Brandur búandi

Bls.44


Tildrög

Eitt sinn stóðu þeir feðgar Ragnar Jörundsson og Jörundur Gestsson á Hellu í Steingrímsfirði fyrir dyrum úti og sáu hvar Guðbrandur Loftsson bóndi í Hveravík kemur arkandi heim að bænum. Guðbrandur þessi var sagður leggja það í vana sinn að hagræða sannleikanum lítillega ef svo bar undir. Fólk trúði honum því mátulega. Einnig þótti Guðbrandur orðljótur. Þar sem Guðbrandur kemur kjagandi heim túnið á Hellu heyrist Ragnar koma með fyrripart vísunnar og eftir litla bið kom seinni parturinn frá Jörundi.
Kemur Brandur búandi
bölvandi og ragnandi
orðaklækjum úandi
ekki er honum trúandi