| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Lofið honum Ara inn

Höfundur:Einar Jochumsson
Bls.48
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Þingsetningardaginn 1911 var mannþröng allmikil úti fyrir Alþingishúsinu er þingmenn gengu þangað úr kirkju. Af þeim sökum varð þingmaður Strandamanna, Ari Jónsson, síðar Arnalds, viðskila við þingmannafylkinguna og lenti í nokkrum hrakningum úti fyrir húsinu, áður hann næði inngöngu. Meðal þeirra, er þarna voru nærstaddir, var Einar Jochumsson trúboði og kvað þá vísuna.
 

Skýringar

Vísan er skráð með örlitlum orðamun í Vísnasafni Skagfirðinga en þar vantar tildrög.
Lofið honum Ara inn
elskulegu vinir;
Það er mesta þægðarskinn,
þingmaður sem hinir.