Kvæðin mín | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kvæðin mín

Fyrsta ljóðlína:Eins og fugl sá, er lygnir og svífur í blásanda blævi
Heimild:Sandfok.
bls.bls. 110
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Eins og fugl sá, er lygnir og svífur í blásanda blævi
eins og bárur með brimhvítum föxum á vindroknum sævi
fer minningin þjótandi langt yfir umliðna ævi.
2.
Eins og fugl sá, er hvílist á eyju í eyðimörk sjóa
eins og unglamb, sem hverfur til móður og svölun fær nóga
ég dreymi mig þangað, sem umliðnu atvikin glóa.
3.
Það er staður og hvíld eftir annsama ónæðisdaga
það er yndi af skepnum og gróðri í bylgjandi haga
sem verður mér efni í kvæði, minn söngur, mín saga.