Ofan við brúnir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ofan við brúnir

Fyrsta ljóðlína:Tíbráin hæðunum hossar og ásunum vaggar´
Heimild:Sandfok.
bls.bls. 17
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Tíbráin hæðunum hossar og ásunum vaggar.
Heiðarnar brosa því gola við strái ei haggar.
Geislarnir flæða á fjöllum sem öldur að ströndum.
2.
Sólveigar flóarnir þyrstir og þakklátir drekka.
Þýtur um grasið. Það ilmar hver laut og hver brekka.
Blómvarir grænar nú opnast á ömrum og söndum.
3.
Himininn breiðir sitt bláasta lín yfir heiðum.
Birtan er ljúfust og þörfust á sjaldförnum leiðum.
Lífið er dýrast á auðnum og afréttarlöndum.


Athugagreinar