Svallari næturinnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svallari næturinnar

Fyrsta ljóðlína:Á svörtum sokkaleistum
bls.16
Viðm.ártal:≈ 0
Á svörtum sokkaleistum
læðist nóttin
alsystir andvökunnar
telur hægt niður tímann

Tunglið
svallari næturinnar
með tvírætt bros
á fjallgarðavörum

Ekkert ljós
í öðrum gluggum

Kapallinn gengur ekki upp
Spaðadrottinn hafnar kóngi
fyrir hjartagosa