Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Í Vatnahverfi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Í Vatnahverfi

Fyrsta ljóðlína:Er blikar lauf á lyngi
bls.2005 bls. 65
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Er blikar lauf á lyngi
og leikur golan hlý
hér ótalmargir una
sem eiga sumarfrí.
Hér bærast birkihríslur
er blærinn strýkur létt
sem margar hlýjar hendur
hafa gróðursett.
2.
Og sitthvað er á seyði
hér sólardögum á
því hér er ljúft að lifa
er ljóma vötnin blá.
Og hér á ellin athvarf
með æskunni í bland
við golf á grænum völlum
sem geymir þetta land.
3.
Í ágúst blána brekkur
af berjum, sérhvert haust
og hingað börnin hjóla
og hlaupa endalaust.
Og bláir barnamunnar
brosa og hlæja dátt
og allar fötur fylla
í friði, gleði og sátt.
4.
Og Hólmavatnið hýra
er hlýtt í aftansól
þar laugast litlir fætur
í leyni bak við hól.
Þar syndir svanamóðir
og syngur lágri raust
hún fræðir fleyga unga
um ferðina í haust.