Brautarholt 24. júní 1994 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brautarholt 24. júní 1994

Fyrsta ljóðlína:Vorblómin anga allt um kring
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 0
Vorblómin anga allt um kring
á ársins lengsta degi.
Skeiðamenn sækja á söngvaþing
í sálum enginn tregi
við ljúflegt spil
um lágnættisbil
láta þeir sönginn gjalla.
Með hljómskyn traust
og hárri raust
hefja þeir róminn snjalla.



Athugagreinar

Má syngja við RAO: Gefðu að móðurmálið mitt