Haraldur Guðmundsson frá Kollsá 60 ára | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Haraldur Guðmundsson frá Kollsá 60 ára

Fyrsta ljóðlína:Þeir sem alast upp á Ströndum
bls.V - 1971 bls. 15
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þeir sem alast upp á Ströndum
eiga kraft í traustum höndum
órjúfandi bindast böndum
byggð, er veitti ást og skjól
mild er œsku morgunsól.
Og þegar jörð af kulda klakar
kvíða hetjum ekki bakar.
Vetrarmyrkur síst þá sakar
sem að eiga í hjarta jól.
2.
Í árdagsljóma ungur drengur
æskustöðvar sínar gengur
tifar hratt þó trosni þvengur
tilgang lífsins skilur vart,
finnst það bæði bjart og hart.
Fátœklegum fötum skrýddur
fyrir mistök stundum hýddur
krakki mörgum kostum prýddur
kann að meta lífið bjart.
3.
Þannig líða æskuárin
alltaf brosað gegnum tárin.
Þegar gisna og grána hárin
geymd er minning björt og hlý,
Ijóma geislar gegnum ský.
Í mætti og hreysti manndómsára
mörg er sigruð lífsins bára
hirt er lítt um sviða sára
sífellt birtist veröld ný.
4.
Ævidagar okkar líða
ekki skal þó neinu kvíða
rökum lífs er Ijúft að hlýða
litabjart er ævisvið
öllu góðu lagðir lið.
Sextíu ára sæll og glaður,
svona er tíminn verkahraður.
Heill þér stolti Strandamaður,
störfin góðu þökkum við.