Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Velkominn heim! | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Velkominn heim!

Fyrsta ljóðlína:Sá fegins ómur fer
bls.V. 1971 bls. 8
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sá fegins ómur fer
um fjöll og byggð og ver
frá innsta dal og yztu strönd
inn á hugans óskalönd
og kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
2.
Þú sást við veginn strá,
er sínum rótum á
stóðu grönn, en grœn og sterk
og kliða mjúkt við komumannsins eyra
gróðurmoldar snilldarverk
Velkomin heim!
3.
Og sjáðu fjörusand
hvar sjórinn kyssir land.
Þar litlu sporin leynast vel
frá leit að bobba og gimburskel
og kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
4.
Og sástu litla lind
sem lék frá fjallsins tind
um hlíðardrag, sinn ástar óð
svo unaðstœr og kát og góð
og kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
5.
Veggbrot á bœjarhól
sem baðar júlísól
og hlýðir Ijúfum lœkjarnið
sem leikur óska viðlagið
er kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
6.
Heyr fossafall af brún
fegrað sólarrún
leika á straumsins strengi í dag
sitt stefja-dýra gleðilag
sem kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
7.
Sjáið fríðan fjörð,
sem faðmar móður jörð.
Hvar lítil bára lindar hrein
sér leikur glöð við fjörustein
og kliðar létt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
8.
Og sjá hin byggðu ból
hér brosa móti sól.
Þau geyma enn svo ótal margt
sem alla daga verður bjart
og kliðar mjúkt við komumannsins eyra
Velkomin heim!
9.
Sjá fögur Strandafjöll
sem fagna gestum öll.
Hvar anganblærinn ár og sið
yljar munablómin fríð
og kliðar hlýtt við komumannsins eyra
Velkomin heim!



Athugagreinar

Orðið bobbi í 4. vísu er skrifað boppi í heimild - Strandapóstinum.