Frá morgni til kvölds | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Frá morgni til kvölds

Fyrsta ljóðlína:Þú vaknar að morgni
bls.III - 1969 bls. 20
Viðm.ártal:≈ 0
Þú vaknar að morgni
og vorið um sál þína streymir
og vekur fögnuð í hjarta.
Og lífið býður í dans
og réttir þér fegurstu rósir,
sem rauðar í fangi þér skarta.
Og vængjaðar vonir sér lyfta
til flugs í fjarlœgðir bláar
í leit að Ijómanum bjarta.
En dagurinn líður og Ijósið fæðir sinn skugga
og sungið er síðasta lag.
Þá gengur inn í nóttina
við grátstaf hins liðna,
gleði dagsins í dag.