Jata | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jata

Fyrsta ljóðlína:Frelsari þinn
Heimild:Jólaljóð.
bls.25
Viðm.ártal:≈ 0
Frelsari þinn
var lagður í jötu
og lífið í brjóst þitt

Þú reifar það hlýju
eða hatri
í heimi
sem hrópar enn á krossfestingu

Og trú þín fetar
í fölum bjarma
stjörnunnar
sem staðnæmist við brjóst mannsins

Að vöggu lífsins
leggur þú gjafir þínar