Jól 1936 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jól 1936

Fyrsta ljóðlína:Er jólin líða um breiða byggð
Heimild:Jólaljóð.
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Er jólin líða um breiða byggð
með boðskap sinn um gleði og frið
ég hugsa um þessi blessuð börn
er brostu sínu ljósi við
og sinni framtíð, fjarri sorg
í fyrra suð´r í Madrídborg.
2.
Hve sigurljóð þau sungu þá
og sveinninn Jesú var þar með
hve litlu hjörtun hlógu dátt
er hoppuðu þau í kringum tréð
í sakleysingjans sælu trú!
– Hvar syngja þau og hoppa nú?