Björgunarmaður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Björgunarmaður

Fyrsta ljóðlína:Það datt barn út af bryggju fyrir austan
bls.216
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1950
1.
Það datt barn út af bryggju fyrir austan
og bryggjan var mannlaus eða svo að kalla.
Þar var einn maður sjötíu og sjö ára gamall
svolítið frá og horfði á barnið falla.
2.
Gat nú auminginn, sjötíu og sjö ára gamall
sótt nokkra hjálp því að stirt er öldungum sporið
og röddin varla framar hæf til að hrópa
hefðu þá köllin nokkurn árangur borið?
3.
Ekki hljóp hann og ekki reyndi hann að kalla
uppréttur stóð hann og snaraði jakkanum frá sér.
Svo stakk hann sér hiklaus og hugrakkur niður í djúpið.
Hann var þá bæði fljótur og léttur á sér.
4.
Þetta var karl sem var alvanur allskonar sundi
og ekki var heldur í makræði týndur hans kraftur.
Björgunarmaðurinn, sjötíu og sjö ára gamall
synti með barnið og gaf það móður hans aftur.
5.
Þá var fagnað í þorpinu fyrir austan.
Þetta var sérstök dáð að allra hyggju.
- - -
6.
En hvað ætli við gerum sjötíu og sjö ára gamlir
sjónarvottar ef krakki fellur af bryggju? 15. febrúar 1950