Í Hlíðarendakirkjugarði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í Hlíðarendakirkjugarði

Fyrsta ljóðlína:Hérna laukstu langri göngu þinni
bls.69
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hérna laukstu langri göngu þinni
listamaðurinn er dúlla kunnir.
Faðmar þig í sumarblíðu sinni
sveitin er þú jafnan heitast unnir.
2.
Gvendur minn, svo margur fékk að heyra
músík þína og vel í huga treindi
þó hljómaði fyrir þínu innra eyra
enn þá hreinni tónn en fólkið greindi.
3.
Sefurðu í náðum hér í háum garði
Hlíðarenda, orpinn mold og torfi.
Dúlla hér fuglar, fattur rís þinn varði
finn ég nú einnig sem ég stend og horfi
4.
á hlíðina fögru, fljótið, hólmann, Dímon
hve fjarskalega mikið skáld var Símon.