Hver dagur á nýja söng | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hver dagur á nýja söng

Fyrsta ljóðlína:Hver dagur á nýjan söng
bls.245
Viðm.ártal:≈ 0
Hver dagur á nýjan söng
um ljós og skugga dægranna
ris öldunnar
flug skýjanna
slóðir mannanna um óljósan veg.

Ég hlusta gegnum veðrin
á stefin
stilli minn róm
að strengleik hvers dags.

Megi rödd mín hljóma
í lofsöngnum.