Lægðin fer yfir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lægðin fer yfir

Fyrsta ljóðlína:Fyrir löngu lagði ég eyra
bls.193
Viðm.ártal:≈ 0
Fyrir löngu lagði ég eyra
að símastraur á heiðinni
að hlera vindinn

Hann fór með kvæði og stökur
úr höfuðáttunum
Honum er fjallið sandkorn
og hafið dropi
Fleira sagði hann ekki
berum orðum