Vorljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorljóð

Fyrsta ljóðlína:Í kvöld skal leikið létt á mjúka strengi
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Í kvöld skal leikið létt á mjúka strengi
lifað glatt því senn er komið vor.
Sungið kátt, já sungið vel og lengi
sviflétt stigin valsins ljúfu spor.
Æskuþrá í brjósti ungu brennur
bjartir lokkar kitla vanga minn.
Við dönsum, dönsum þar til dagur aftur rennur
dásamlegt er lífið, vinur minn.
2.
Þegar fyllir loftið lóukliður
ljúf á vori sól í heiði skín.
Þegar andar léttur lindarniður
leitar sífellt hugurinn til þín.
Finnurðu ekki þessa litlu loga
leika sér og reyna að töfra þig?
Einhver er með ör og lítinn boga
ósköp hýr að sveima kringum mig.



Athugagreinar

Jón sonur höf. ÞM og IHJ vefstjóri sungu þetta ljóð við lag Jónasar Tryggvasonar á árshátíð Barna- og unglingaskólans á Blönduósi vorið 1961.