Farandriddari | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Farandriddari

Fyrsta ljóðlína:Meðan hnjúkur rís eða hrynur sær
Höfundur:Georg Brandes
bls.21
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Meðan hnjúkur rís eða hrynur sær
er hef ég ei litið skarta
meðan brosir fögur og blíðlynd mær
sem brenndi mig ekki á hjarta -
2.
meðan rangsleitnin á sér virki og völd
og vopn mín ei steypa henni
á meðan hnýttur er heiðurskrans
heima fyrir eða utanlands
nokkrum níðingi að enni -
3.
mun sál mín ei finna frið né ró
á farandriddarans vegi. - -
Ó, ég, sem eilífðar þyrfti, en þó
á það eitt víst, að ég deyi!