Jól ´37 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jól ´37

Fyrsta ljóðlína:Á borð er breiddur hvítur dúkur.
Heimild:Jólaljóð.
bls.63
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Á borð er breiddur hvítur dúkur.
Jólaborð!
Á borð er raðað tertum
og smákökum.
Lúið erfiðisfólk
burstar sparifötin
treður sér í harða skó
hlýðir á útvarpsmessuna
hugsar um fjárhúsið
og vitringana
sötrar súkkulaði.
2.
Úti messar náttúran.
Stjörnur raða sér
yfir Tröllakirkju
eins og kerti á altari.
Rauð norðurljós
minna á messuvín
- eða blóð Krists.
Í kvöld er friður á jörð.
Máninn: syfjaður kirkjugestur -
horfir á kalt helgihald
með jólasvip.