Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heimþrá | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Heimþrá

Fyrsta ljóðlína:Ég sá þig Egill þitt síðasta ár
bls.2009 bls. 107
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég sá þig Egill þitt síðasta ár,
á sjúkrahúsi með gránað hár.
Aldinn bóndi beinn og knár úr byggðum Rangárvalla,
ég sá líka Egill þín síðustu tár á sjúkrahúskoddana falla.
2.
Brott að hausti leið þín lá,
í lokaferð þú kvaddir þá,
vini, sveit og syni þrjá og sumar Rangárvalla,
en svefninn bar þig söknuði frá í sólskinið austan fjalla.
3.
Í huga þínum var himinn blár,
hraunið að grænka við læki og ár.
Sauðfé gekk um sanda og flár í sumardvöl til fjalla,
um hugann fóru heitar þrár heim til Rangárvalla.
4.
Banamein þitt barstu hljótt,
það beygði ekki hug né þrótt.
Þú vaktir ekki eina nótt eftir hjálp að kalla,
og hinsta ferð var hafin fljótt heim til Rangárvalla.


Athugagreinar

Egill var aldraður bóndi af Rangárvöllum, dáinn á Landakotsspítala á útmánuðum 1958.