Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Aldarminning frú Eugeníu Nielsen, Eyrarbakka 2. nóv. 1950 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Aldarminning frú Eugeníu Nielsen, Eyrarbakka 2. nóv. 1950

Fyrsta ljóðlína:Öldur tímans áfram líður
bls.351
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1950
1.
Öldur tímans áfram líður
endalausan jarðarhring.
Aldir hyrfu allra tíða
eins og skammvin sjónhverfing
væru´ ei sporin, verkin manna
væru´ ei fræi að menning sáð
væri´ ei einlæg ástin sanna
innst í hjarta mannsins skráð.
2.
Yfir tímans miklu móðu
minning þín í bjarma skín.
Heima vörð um Húsið stóðu
höfðingslund og mannúð þín.
Allt þitt líf og öll þín störfin
Eyrarbakka helgað var
Hvar sem væri hjálpar þörfin
hönd þín útrétt birtist þar.
3.
Þegar gömlu þrautabandi
þjóðarvakning snerti við
frelsisöldur fluttu að landi
fagran söng með nýjum klið
þá var Húsið hollur skóli
hljómlist þjóðarmerkin ber.
Heiman frá því höfuðbóli
heilbrigð menning dreifði sér.