Hvöt til íslenskrar æsku | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvöt til íslenskrar æsku

Fyrsta ljóðlína:Lífið allt sefur um lágnættisstund
bls.1968 bls. 82
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Lífið allt sefur um lágnættisstund
en leysist úr dróma
með afturelding og upp rís af blund
með árdegis ljóma.
2.
Svo upp rís þú æska því árdegisstund
ævinnar líður
tilbú og gróðurset laufgaðan lund
því landið þín bíður.
3.
Því nytsama og góða leggðu þitt lið,
það lífsheill þér sníður.
Sigldu um höfin, set landhelgismið
því særinn þín bíður.
4.
Bölvalda þjóðar sem naga oss nú
þú náir uppræta.
Eflist þín dómgreind, aukist þér trú
það illa að bæta.
5.
Sjálfstæðið vernda, veitist þér ráð
sem veglína hressi.
Hátt settu markið með drenglund og dáð,
Drottinn þig blessi.