Óðulin mín | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Óðulin mín

Fyrsta ljóðlína:Ég erfði ögn af söndum
bls.107
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég erfði ögn af söndum
í óðsnillingalöndum
því sigldi eg seglum þöndum
að söngvaranna ströndum.
2.
Þeim knör ég kunni ei stýra
né kaupa ljósið dýra
mér lýsti lítil týra
svo leið ég fann ei skíra.
3.
Ég villtist, varð að strandi
á vanþekkingarsandi
er starði á óðul andi
og ættmenn þar í landi.
4.
Mín sóllönd því ég seldi
og sigling niður felldi.
Við bjarma af orðaeldi
á ævi sit ég kveldi.