Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sem engan grunar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Sem engan grunar

Fyrsta ljóðlína:Ellin hótar limaljóta
bls.151
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ellin hótar limaljóta
að loka innum sálar minnar.
Eitthvað róta, mála, móta
mjúkhent finn ég hrörnun innar.
2.
Ytri lætin eru að þagna
ónóg glæta af brúnaskjánum.
Ung þó græt ég enn og fagna
ef ég mæti stóru þránum.
3.
Eitthvað fagurt er að spretta
ungur dagur loftið brunar.
Söng og braglist saman flétta
semur lag, er engan grunar.