Man ég | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Man ég

Fyrsta ljóðlína:Man ég þó að móti blási
bls.20
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Man ég þó að móti blási
margt er skeði áður fyrrum:
Minnar bernsku björtu daga
blíðu á sumaraftni kyrrum.
2.
Þá gat fegurð fjalladala
fangað unga hjartað löngum
blíðast hló mér birkilundur
og bjartur foss í gljúfraþröngum.
3.
Þar að kvöldi lék ég löngum
er ljómaði sól um brúnir fjalla.
Áhrif slíkra unaðsstunda
eg held muni gleymast varla.
4.
Meðan get ég, gullna bernska
glaðst við ljúfa minning þína
munu á mínum hugarhimni
heillastjörnur bjartar skína.
5.
Ennþá get ég oft í leynum
upplifað í huga mínum
unaðsstundir ótal margar
með æskudýrðarljóma sínum.