Tvær verur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Tvær verur

Fyrsta ljóðlína:Úti í haga er mórauð mús
bls.223
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Úti í haga er mórauð mús
meður augu dökk og blíð
- kvöldið eitt við urðum dús
elskum bæði lítið hús
þráum hlýju, hötum stríð.
2.
Mjúkhærð börn í myrkri fædd
matar hún af sannri ást
fátæk, úfin, alltaf hrædd
ofurskynjun hjartans gædd
sköpuð til að titra og þjást.
3.
Henni ógnar kattarkló
krumla Satans gamla mér
- sárast okkur þykir þó
þegar mannatröllin sljó
kremja okkur undir sér.