Lindin | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lindin

Fyrsta ljóðlína:Ég veit af lind er líður fram
bls.81
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég veit af lind, er líður fram
sem ljúfur blær.
Hún hvíslar lágt við klettastall
sem kristall tær.
2.
Hún svalar mér um sumardag
er sólin skín.
Ég teyga af þeirri lífsins lind
þá ljósið dvín.
3.
Og þegar sjónin myrkvast mín
og máttur þver
ég veit, að ljóssins draumadís
mér drykkinn ber.
4.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífs gatan gleymd
og gengin spor.
5.
En lindin streymir, streymir fram
ei stöðvast kann
og áfram læknar þunga þjáðan
þyrstan mann.