Hendur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hendur

Fyrsta ljóðlína:Ég legg aftur augun og horfi á hendur þínar
bls.116
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég legg aftur augun og horfi á hendur þínar
hnúa, fingur og æðar, sérhvern drátt
erfiðishanda; og undrast styrk þeirra og mátt
þá iðni og seiglu sem skort hefur hendur mínar.
2.
Ég horfi á þær starfa: kreppast um kilp og hrífu
eða klappið hjá læknum; þrifa, bæta og staga
spinna og prjóna ur ullinni ár og daga
elda á hlóðunum, snúa kveiki úr fífu.
3.
Ég sé þeim förlast, að taugunum slitnum og slökum
þó slokknar ekki kærleikinn sem þeim stjórnar:
Þær strjúka um vanga af mýkt þeirra mildi og fórnar
sem mundi seint verða lýst í fáeinum stökum.
4.
Hendur þínar, hendur genginna lýða.
Hendur mæðra sem urðu að þjást og stríða.