Vorbarn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorbarn

Fyrsta ljóðlína:Í maí
bls.154
Viðm.ártal:≈ 0
Í maí
lagði vorið
væng sinn yfir heiminn
og verndaði lítið barn í vöggu

Í maí
opnaði lítið barn augu sín
og horfði undrandi á heiminn
og lífið sem sagði:

Litla vorbarn
ég er bók
ég er ævintýri
viltu myndskreyta mig?

Ég legg þér til efnið
sorg og gleði samborgarans
sólina, regnið og hinn síunga hversdagsleika

Það er aftur mai
og vor í augum ungrar konu

Ég er þakklát

Ég þekki hlýja skapandi hönd
sem heldur um pensilinn.