Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Andvakan | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Andvakan

Fyrsta ljóðlína:Margur dagur mæða vill
bls.13
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Margur dagur mæða vill
mitt þreklitla hjarta.
Finnst þá stundum ævin ill
og engin bót að kvarta.
2.
Þegar loks er komið kvöld
kúri ég ein á dýnu.
Glottir nóttin grá og köld
að gæfuleysi mínu.
3.
Svefninn mig ei þekkir þá
en þögull fram hjá gengur.
Hann mun loka hinna brá
sem hafa sofið lengur.
4.
Þá andvakan gömul, grá
gengur að hvílu minni.
Hún að vanda heldur á
handbókinni sinni.
5.
Hún á stokkinn hjá mér sest
hefir fyrr svo verið.
Ætli það sé ekki best
ég opni segir´ún kverið.
6.
Yfirfara allt ég mun
ekki tímann spara.
Margt er hér að mínum grun
sem mætti betur fara.
7.
Allt sem helst mér ama kann
allt sem hugann kvelur.
Á minnisblöðum mínum fann
og mér í eyra gelur.
8.
Þannig líður nóttin nú
nýt ég hvíldar eigi.
Þessi gamla, gráa frú
gengur burt með degi.
9.
Á því lát ég ekkert finn
allt er leitt og þvingað.
Hvenær hættir kerlingin
komum sínum hingað.