Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kúa-Rósi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kúa-Rósi

Fyrsta ljóðlína:Haltur áfram höktir
Höfundur:Jón úr Vör
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Haltur áfram höktir
hokinn, tötrum vafinn;
krepptum höndum, hnýttum
hélt um göngustafinn.
2.
Þrekið var á þrotum
þreyta í gömlum taugum
en glettnisglampar léku
í góðmannlegum augum.
3.
Þeir munu ótalmargir
er minna voru og kunnu
þó væru hærra virtir
af verkum, sem þeir unnu.
4.
Því hann var kúahirðir
í heldri kúafjósi
og hirti heldri kýrnar
og hét því Kúa-Rósi.
5.
Við krakkarnir sem rákum
kýr úr öðrum fjósum
eðallyndi Rósa
allar stundir hrósum.
6.
Hann kunni líka kynstur
af kvæðum, skrítnum bögum
ósköp ævintýra
ógn af kímnisögum.
7.
Ljós hans lífs er slokknað
lík hans moldu orpið
Einum öðling færra
á nú sjávarþorpið.
8.
Kjörin var sú kveðja
á kúasmala þingi
að knýta krans á leiðið
úr krækiberjalyngi.