Heima | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Heima

Fyrsta ljóðlína:Ókunnan bar mig
Höfundur:Bertil Malmberg
bls.123
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ókunnan bar mig
á bernskustrendur
eftir tugi af árum
með tómar hendur.
2.
Víkin gjálpar blýgrá
á blökkum hleinum.
. . . Ég staðnæmist við bing
af brunnum greinum.
3.
Hér brann minn bernskueldur
með birtu og spekt.
. . . Hve allt er löngu síðan
og óskiljanlegt.
4.
Um vangann andar gusti
óræð fyrndin.
Ég strái hnefa af ösku
út í vindinn.