Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Draumur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Draumur

Fyrsta ljóðlína:Viltu koma stutta stund
bls.11
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Viltu koma stutta stund
stigu forna kanna
heim í bjartan helgilund
huldu minninganna?
2.
Þar er allt sem áður var
ei þótt greini sögur
blómin okkur bíða þar
björt og hrein og fögur.
3.
Sitja skulum hlið við hlið
hlusta svo í næði
á fuglasöng og sumarklið
sem við elskum bæði.
4.
Þann að heyra unaðsóð
oft var fyrrum gaman.
Fagur söngur, lög og ljóð
leiddi okkur saman.
5.
Hljótt í runnum hvíslað var
heitin brunnu á tungu.
Himins sunna hneig að mar
hörpur unnar sungu.
6.
Blómin smá til himins heim
horfðu á dáinn bjarma
út í bláan, bjartan geim
breiddi þráin arma.
7.
Himins boga á bláum dúk
blikaði ljósafjöldinn
hjúpuðu foldu mild og mjúk
mánans silkitjöldin.
8.
Út í heiðin ljós og löng
lofts um víðan bláinn
lyftist okkar sál í söng
söm var beggja þráin.
9.
Svo skal tveggja sálna þrá
söngs í hljóma beygja.
Víst er gott að þekkja þá
þó þeir verði að deyja.