Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bernskuminning | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Bernskuminning

Fyrsta ljóðlína:Undi ég við ána löngum
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Undi ég við ána löngum
átti bernskuleiki þar
þar var gnægð af góðum föngum
gullin mín ég þangað bar.
2.
Margt þar komið gat til greina
að gagni mest við búskapinn
hellublöð og hála steina
hirti ég í bæinn minn.
3.
Áin sífellt áfram niðar
oft ég hlusta á sönginn þinn.
Þú söngst um ást og fegurð friðar
fjallalæk og silunginn.
4.
Branda stekkur bakka á milli
brunar eftir grynningum
og ótal leiki æfði af snilli
út í djúpu hyljunum.
5.
Pabbi kallar, komdu að vinna
kýrnar þarf að sækja fljótt
gullunum skaltu seinna sinna
senn er bráðum komin nótt.
6.
Bernskan leið við önn og yndi
æskudagar tóku við.
Fannst mér allt þá leika í lyndi
en lífið breytti þó um svið.
7.
Fjallið lokka fljótt mig kunni
fann ég þarna kyrrlátt vé
naut ég mín í náttúrunni
í námunda við hross og fé.
8.
Ærnar rása alltaf meira
aðeins fáar koma heim.
Upp í hæstu hlíðargeira
hljóp ég til að smala þeim.
9.
Á slættinum var stundum gaman
að starfa vel í heyskapnum.
Á túninu að taka saman
töðuna í þurrkinum.
10.
Er sólin flæddi um fjallatinda
fækkuðu sætin óðum þá.
Keppst var við að klára að binda
svo kæmust töðugjöldin á.
11.
Að sækja hross ég sýndist lagin
á sumrin fór ég - með - á þeim.
Og á hestum allan daginn
af engjunum var borið heim.
12.
Öll þá voru úti að binda
æskuglaði hópurinn.
Guðrún, Sveinbjörn, Auda og Inda
þar unnu fjögur systkinin.
13.
Í óþurrkunum oft er vandi
ef úti er hey um göngurnar.
Unnið var í votabandi
í vikunni fyrir réttirnar.
14.
Haustið kom með kyrrð og völdin
kólnaði þá í veðrinu.
Þegar sól var sest á kvöldin
setið var í rökkrinu.
15.
Mamma kunni marga stöku
í myrkrinu var kveðist á.
Svo las hann pabbi á langri vöku
leiddist engum kvöldin þá.
16.
Er fjúkið lék að fjalladrögum
og fönnin lá um dalinn minn.
Við rákum ærnar heim úr högum
og hýstum þær við stallinn sinn.
17.
Gestir komu göngumóðir
og gistu þá á næturnar.
Sumir voru sagnafróðir
og sögðu margt til skemmtunar.
18.
Við leik og störf í heimahögum
hugurinn mestan þroska fær.
Frá yndislegum æskudögum
endurminning geymist kær.