Vor í varpanum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vor í varpanum

Fyrsta ljóðlína:Frá Búnaðarþinginu berast þær fréttir
bls.21.3.´67
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Frá Búnaðarþinginu berast þær fréttir
að báglega horfi með innanhúss-störf
hjá bændum, sem ógn eru aumlega settir
og óska sér kvenna af brýnustu þörf.
2.
Já, nú er vist farið að fenna i skjólin
og Frelsarans tilhögun ískyggileg,
því, hver á að elda — og búa um bólin,
fyrst blessaða kvenþjóðin reynist svo treg?
3.
Að þurfa að láta öll „bolverkin bíða
er búskaparvandamál — sveitunum í
og fyrir það kunnum vér landsmenn að líða
— og lán vort að falla — og standa með því
4.
Og hvernig á búskapur bænda að standast
og bera sig, — mannfræðilega séð, — hér
— því, — fer ekki allt þetta vesen að vandast
ef viðkoman þeirra — ört minkandi fer?
5.
Og búhöldar landsins, — í varpanum vona
að vorgyðjan hnífunum stingi — í feitt!
— En staðreyndin er víst, — að hvergi fæst kona
og karlfuglinn einn — getur hreint ekki neitt.