Jafndægri á haust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jafndægri á haust

Fyrsta ljóðlína:Kvöldskinið gullna dofnar senn og dvín
bls.125
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Kvöldskinið gullna dofnar senn og dvín
dagsljósið verður óðum rauðar glætur.
Laufþreytu trjánna leggur inn til þín
- þig langar ekki framar að vaka um nætur.

2.
Í köldum veðrum veitist lítið hlé
visnar hvert lauf og burtu feykjast lætur.
Ó að þú hefðir - eins og þessi tré -
eignast á liðnu sumri dýpri rætur.