Gleðin, sorgin og sælan | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gleðin, sorgin og sælan

Fyrsta ljóðlína:Ljúfasta gleði allrar gleði
Höfundur:Axel Juel
bls.241
Viðm.ártal:≈ 0
1.

Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt
engu, sem þér er á valdi eða í vil
gleði yfir engu og gleði yfir öllu
gleðin: að þú ert til.
2.

Þyngsta sorg allrar sorgar
er sorg yfir því, sem er alls ekki neitt
hvorki yfir vitneskju, gruni eða gerð
sorg af því einu: að þú ert og hrærist
á einhverri torskildri ferð.
3.

Sælan er dís þinna drauma
dýpsta allrar sælu þér gaf
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl
nei, það er sælan með sjálfum þér einum
sælan að hún er til.