Geysir og Hekla | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Geysir og Hekla

Fyrsta ljóðlína:Eg heilsa þér, Hekla systir
Höfundur:Karl Finnbogason
Heimild:Að kvöldi.
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Eg heilsa þér, Hekla systir
handan um jökulár.
Undir eldurinn vakir
yfir himinninn blár.
2.
Við höfum allan aldur
aðskilin svalvötnum tveim
stafað yl og orku
út í hinn kalda geim.
3.
Hver eru orðin okkar
ævi- og starfalaun?
Kring um mig: hverahrúður
kring um þig: hraun.



Athugagreinar

Höf. skrifaði allmikið í blaðið Norðurland undir dulnefninu Geysir. Blaðinu bárust tvær vísur til Geysis frá þingeyskri konu, er nefndi sig Heklu. Þetta er tilefni kvæðisins