Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Séra Jón á Bægisá | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Séra Jón á Bægisá

Fyrsta ljóðlína:Bjartur er enn um Bægisá
bls.158
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Bjartur er enn um Bægisá
bjarminn af séra Jóni.
Hús voru þröng og þökin lág
það var svo títt á Fróni.
Kynlega dýrð úr kytru sá
klerkurinn heimagróni.
Málið á tungu litríkt lá
listin var gerð að þjóni.
2.
Tungunnar bar hann blóm og stál
blíður þeim helgu dómum.
Alþýðumanns og Eddu sál
ómuðu í sömu hljómum.
Honum var Klopstocks kviða þjál
kveðin með ljúflingsómum.
Fléttaði hann í Miltons mál
mikið af Íslands blómum.
3.
Hvarvetna dró hann efnin að.
Íslandi vann hans máttur.
Selárdalsbarni í brjósti kvað
bárunnar andardráttur.
Fljótshlíðar átti hann blóm og blað
blíður var hennar þáttur.
Öxnadals gamni og griðastað
gefinn var margur háttur.
4.
Blés hann í eld en ekki í kaun
andhverfis margt þó gengi.
Legðist á herðar lífsins raun
lék hann á skæra strengi.
Þáði hann að lokum þjóðskálds laun
þó að um seinan fengi.
Óðurinn fagri upp um Hraun
ómaði vel og lengi.
5.
Drengurinn heima í Hrauni þá
hlustaði sæll og feginn.
Fegurðin sem í ljóði lá
lék um hann öllu megin.
Sproti þess máls er Ísland á
opnaði honum veginn.
Titrandi var í von og þrá
vaknandi strengur sleginn.
6.
Enn skulu slíkar auðnuspár
Íslandi möttul skera.
Enn er í bjarma Bægisár
barni þess gott að vera.
Þar er sinn harm og hjartasár
hlæjandi létt að bera.
Ylhýra málsins mennt og þrár
mannshjartað auðugt gera.