Betri maður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Betri maður

Fyrsta ljóðlína:Alltaf þegar angrar mig
bls.112
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Alltaf þegar angrar mig
amstur, sorg og leiði
fer ég til að finna þig
fagra, tigna heiði.
2.
Frjáls er ég í fjallasal
og finnst ei súrt í broti
þótt löngum hafi léttan mal
og lítinn búnað noti.
3.
Það töfrar mig að taka á
tíðast sæll og glaður
sný ég aftur fjöllum frá
frjáls og betri maður.