Norðurrútan ´39 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Norðurrútan ´39

Fyrsta ljóðlína:Yfir borginni situr kolareykurinn
bls.57
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Yfir borginni situr kolareykurinn
- blár hattur
yfir fölu andliti.
Undan þessum hatti sprettur rútan:
gul von út úr bláu skýi.
2.
Í dögun vorið ´39
stefnir rútan norður
yfir heiðar og fjöll
með hvítum sköflum við brúnir
í átt til eyðilegra stranda
þar sem grænn himinn
og grænt haf loka sjónhring.
3.
Rútan stefnir norður
um skörð, heiðar, dali
frá einu kennileiti til annars
- einni þoku til annarrar
eins og gulur sólskinsblettur
yfir ónumda víðáttu.