Kvöld | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Síðsti blærinn sofnar rótt
sólar skærust tjöldin
hopa fjær en húmdökk nótt
haustsins fær nú völdin.
2.
Eina mæta á ég stund
enn í næturveldi.
Feta gætinn hófahund
heim ég læt að kveldi.
3.
Ekki er neyð þó njóla svört
nátttjöld breiði óðum.
Fram til heiða blossa björt
blys á reiðarslóðum.
4.
Vonir hraðast fara á flug
feigð ei að þeim kallar:
Eiga stað í hjarta og hug
himinglaðar allar.
5.
Líða í kvöld með léttan svip
lofts á öldum bláum.
Gulli tjölduð skýjaskip
skautuð földum háum.