Ort við andlát Jónasar Tryggvasonar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ort við andlát Jónasar Tryggvasonar

Fyrsta ljóðlína:Ljóðsnilld tengist minning manns
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1983
1.
Ljóðsnilld tengist minning manns
margur fenginn þáði.
Þaninn strengur hörpu hans
hljóma lengi náði.
2.
Hörpu kvæða hafði stillt
hátt svo næði að óma.
Strengir bæði mjúkt og milt
máttu glæða hljóma.
3.
Hann ei bæra hlýtur nú
hljóma skæra strengi.
Minning kær í muna trú
má þó hrærast lengi.