Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ort til Gísla Ólafssonar á sextugsafmælinu. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ort til Gísla Ólafssonar á sextugsafmælinu.

Fyrsta ljóðlína:Hugurinn dvelur hér í dag
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1945
1.
Hugurinn dvelur hér í dag
hjá þér vinur góði.
Þennan litla ljóðabrag
lestu bara í hljóði.
2.
Upp mín rifjast æskan björt
er við saman dvöldum
þá var margt til gamans gjört
gleðin sat að völdum.
3.
Vildi ég fundi vina ná
og vermast huga glöðum
fararleyfi fékk ég þá
fram að Eiríksstöðum.
4.
Ekki meira um æskuhjal
ýmislegt því varnar
signi drottinn Svartárdal
og sælu minningarnar.
5.
Oft mér hljóð finnst þessi þjóð
um þá sem hróður bæri
elska ég ljóð þín yndisgóð
æskubróðir kæri.
6.
Er sérðu yfir sjötta tug
sé þér allt án baga.
Óska ég þér af heilum hug
heillaríkra daga.




Athugagreinar

Skráð eftir EB, höfundi sjálfum, 9. júlí 1977
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum

2. jan. 1885 - 14. jan. 1967