Í för að Leirubakka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í för að Leirubakka

Fyrsta ljóðlína:Upp að Leirubakka nú flýta skulum för
Viðm.ártal:≈ 2000
Upp að Leirubakka nú flýta skulum för
og fagna lífi á björtu sumarkveldi.
Í flakki vina bjóðast okkur bestu ferðakjör
er blika fjöll í aftansólareldi.
Nú skal verða sungið og svipt burt trega úr önd
því söngur gleði veitir og treystir vinabönd
þá upphefst sál í æðra dýrðarveldi.


Athugagreinar

Ort 12. júní 2000 við lagið „Ég vil fá mér kærustu“ Ack Värmeland du sköna